Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 10:00 Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englandi í fyrra. Vísir/Getty 27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira