Faðir Ólafíu segir dáleiðslu hafa reynst henni vel í golfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:21 Ólafía Þórunn hefur farið eins og stormsveipur um golfheiminn undanfarnar vikur. vísir/getty Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Faðir golfstjörnunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, Kristinn J. Gíslason, segir dáleiðslu mikilvægan þátt í því að efla andlegu hlið golfíþróttarinnar. Hann segir dáleiðsluaðferðina enn fremur hafa reynst dóttur sinni vel. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur brotið blað í golfsögu Íslendinga en í gær vann hún sér inn þátttökurétt á KPMG LPGA-meistaramótinu í Chicago. Mótið, sem verður haldið um næstu helgi, er eitt af fimm stærstu mótum innan kvennagolfsins en Ólafía tekur því fyrst allra Íslendinga þátt í risamóti í golfi. Faðir Ólafíu, Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir andlegu hlið golfsins mjög mikilvæga og leggur áherslu á að kollur kylfinga þurfi sérstaklega að vera í lagi. Sjálfur hefur Kristinn lagt áherslu á þessa andlegu hlið íþróttarinnar í gegnum dáleiðslu. „Ég kynntist dáleiðslu fyrir 38 árum, þegar ég var nú svoddan kjáni að vera að reykja, og hef nú lesið mikið, heimspeki, dáleiðslu, hugleiðslu og andleg mál,“ segir Kristinn.Dáleiðslan hefur reynst Ólafíu vel Kristinn hefur notfært sér dáleiðsluþekkingu sína og hjálpað kylfingum, þar á meðal Alfreði syni sínum, og svo auðvitað Ólafíu. Dáleiðslan gengur þannig fyrir sig að Kristinn tekur þann sem á að dáleiða í svokallað „innleiðandi viðtal“. Þannig vinnur hann í þeim þáttum sem viðkomandi vill bæta sig í. Hann segir þessa aðferð, þar sem sá sem er dáleiddur sér markmið sín fyrir sér, hafa reynst Ólafíu vel. „Þegar ég var að segja henni að sjá fyrir sér bikarana og sigrana og að hún væri að bæta sig, þá var hún að bæta sig. Og þetta átti hún að gera fimm mínútum áður en hún fór að sofa.“ Þekkt er að sögufrægir íþróttamenn nýti sér dáleiðsluleiðina, til að mynda tenniskappinn Björn Borg og körfuknattleiksstjarnan Michael Jordan. „Svo notarðu þessa sterkustu setningu í heimi, sem heitir „I am“ eða „ég er,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt alla geta framkvæmt þessa svokölluðu sjálfsdáleiðslu, til dæmis áður en þeir fara að sofa á kvöldin. „Áður en þið vitið af þá smellur þetta inn,“ segir Kristinn. „Maður þarf að læra, og þetta gildir um allt í lífinu, að búa sér til jákvætt sjálfstal.“Viðtalið við Kristinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20 Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía spilaði vel á lokahringnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni. 25. júní 2017 19:20
Ólafía Þórunn fær boð á risamót Ólafía Þórunn Krisinsdóttir, fyrst allra íslenskra kylfinga á risamót. 25. júní 2017 11:33