Ósammála um menntagúrúinn sem á að bjarga skólamálum: „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 15:36 Líf og Halldór voru ekki sammála um hvað þyrfti að leggja áherslu á í skólamálum í borginni. Vísir/Samsett mynd „Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara. Skóla - og menntamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara.
Skóla - og menntamál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda