Hindra ekki fólk í að hægja sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðsvörður segir þó ekki skorta á salernisaðstöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. vísir/pjetur „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
„Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira