Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja Interpol að leita 5 yfirmanna Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2017 10:55 Dísilvélasvindl Volkswagen er langt frá því til lykta leitt. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa leitað til Interpol til að hafa hendur í hári 5 yfirmanna Volkswagen Group sem taldir eru sekir um dísilvélasvindl Volkswagen sem upp komst um haustið 2015. Hafa bandarísk yfirvöld farið fram á handtökuskipun á þessum 5 stjórnendum og á meðal þeirra eru tveir næstráðendur undir Martin Winterkorn sem var forstjóri Volkswagen Group þegar dísilvélasvindlið uppgötvaðist. Þessir 5 yfirmenn verða sakaðir um samsæri og svik gegn umhverfisreglum í Bandaríkjunum. Sjötti yfirmaðurinn frá Volkswagen situr enn í haldi í Bandaríkjunum en hann var handtekinn þar í febrúar sl. í Miami þar sem hann reyndi að flýja til Þýskalands með flugi. Hann býður þess að réttað verði yfir honum vegna dísilvélasvindlsins og hefur krafa hans um frelsi gegn tryggingargreiðslu verið hafnað. Ólíklegt er að þýsk yfirvöld framselji þessa 5 einstaklinga til Bandaríkjanna, en lög um framsalsbeiðnir þar ná aðeins til annarra Evrópulanda, eða til alþjóðlegra dómstóla. Þessir 5 einstaklingar ættu þó að láta það ógert að ferðast mikið á næstunni, en með því hætta þeir á því að verða framseldir frá þeim löndum sem þeir heimsækja til Bandaríkjanna. Mjög ólíklegt má því telja að bandarísk yfirvöld hafi hendur í hári þessara 5 manna sem taldir eru sekir í dísilvélasvindlinu og vissu af þeim svindlhugbúnaði sem í bílum frá Vokswagen Group voru og seldir voru í Bandaríkjunum. Dísilvélasvindlið varðaði alls 11 milljón bíla og mikill minnihluti þeirra var seldur í Bandaríkjunum, eða eingöngu um 500.000 þeirra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa leitað til Interpol til að hafa hendur í hári 5 yfirmanna Volkswagen Group sem taldir eru sekir um dísilvélasvindl Volkswagen sem upp komst um haustið 2015. Hafa bandarísk yfirvöld farið fram á handtökuskipun á þessum 5 stjórnendum og á meðal þeirra eru tveir næstráðendur undir Martin Winterkorn sem var forstjóri Volkswagen Group þegar dísilvélasvindlið uppgötvaðist. Þessir 5 yfirmenn verða sakaðir um samsæri og svik gegn umhverfisreglum í Bandaríkjunum. Sjötti yfirmaðurinn frá Volkswagen situr enn í haldi í Bandaríkjunum en hann var handtekinn þar í febrúar sl. í Miami þar sem hann reyndi að flýja til Þýskalands með flugi. Hann býður þess að réttað verði yfir honum vegna dísilvélasvindlsins og hefur krafa hans um frelsi gegn tryggingargreiðslu verið hafnað. Ólíklegt er að þýsk yfirvöld framselji þessa 5 einstaklinga til Bandaríkjanna, en lög um framsalsbeiðnir þar ná aðeins til annarra Evrópulanda, eða til alþjóðlegra dómstóla. Þessir 5 einstaklingar ættu þó að láta það ógert að ferðast mikið á næstunni, en með því hætta þeir á því að verða framseldir frá þeim löndum sem þeir heimsækja til Bandaríkjanna. Mjög ólíklegt má því telja að bandarísk yfirvöld hafi hendur í hári þessara 5 manna sem taldir eru sekir í dísilvélasvindlinu og vissu af þeim svindlhugbúnaði sem í bílum frá Vokswagen Group voru og seldir voru í Bandaríkjunum. Dísilvélasvindlið varðaði alls 11 milljón bíla og mikill minnihluti þeirra var seldur í Bandaríkjunum, eða eingöngu um 500.000 þeirra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent