Tatu með eigin tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:15 Tatu hefur síðustu ár einbeitt sér að eigin tónsmíðum. Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“ Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira