Undir áhrifum ástar og „eitís“-tónlistar 22. júní 2017 17:15 Það er erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra myndarinnar. Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar. Sögusviðið er Dublin árið 1985. Conor Lawlor er fjórtán ára miðjubarn í fjölskyldu sem hefur séð sælli daga. Samband foreldranna hangir á bláþræði og fjárhagserfiðleikar eru allsráðandi. Sparnaðaráætlun þeirra neyðir Conor til þess að skipta um skóla. Aðlögunin verður ekki áreynslulaus, en sem betur fer eignast hann fljótt nýja og hæfileikaríka vini og ákveður að stofna hljómsveit til að ganga í augun á Raphinu, stúlku sem á sér drauma um að verða fyrirsæta. Með metnaði, vænni kennslu frá stóra bróður og viljastyrknum fer bandið hans Conors af stað og lífið öðlast nýja orku. Conor finnur sköpunargleðina og vegna hennar gengur hann í gegnum ýmsar breytingar út söguna, ekki síst í klæðaburði, á meðan innblástur er dreginn frá Duran Duran, The Cure og fleirum. En að ná tökum á sjálfsörygginu til að elta ástina og sigra hjarta Raphinu reynist ekki auðvelt verk. Sérstaklega þegar hann þarf að takast á við hindranir úr öllum áttum eins og hörð skólayfirvöld, hrotta og líka kærasta draumastúlkunnar. Írski leikstjórinn John Carney (Once, Begin Again) snýr aftur á heimaslóðir sínar og trúlega til einhverra æskuminninga. Með Sing Street er Carney því staddur í þægindaramma sínum, enda hefur hann núna gert þrjár myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera ljúfar ástarsögur þar sem tjáning persóna fer fram í gegnum tónlist á einn hátt eða annan. Carney fær ýmislegt lánað frá fyrri myndum sínum, þar á meðal beinar senur sem settar eru í nýjar umbúðir, með smá skvettu af unglingasögum Johns Hughes og slettu af The Commitments. Þessi blanda er vel sjarmerandi. Niðurstaðan er bráðskemmtileg og heillandi þroskasaga sem nær furðuvel að fanga hvernig tilfinningin er að vera ungur, vitlaus og brjálæðislega ástfanginn.Lucy Boynton og Ferdia Walsh-Peelo standa sig vel í hlutverkum sínum.NORDICPHOTOS/GETTYÞrátt fyrir að það sé talsverður „fantasíukeimur“ á sögunni og framvindu hennar er áferð myndarinnar og samspil leikara hversdagslegt og trúverðugt. Allir leikararnir með tölu standa sig frábærlega. Ungi tónlistarmaðurinn Ferdia Walsh-Peelo spreytir sig með leikarafrumraun sinni og er yndislegur í aðalhlutverkinu, bæði með það á hreinu að sýna óvænta töffarann og viðkunnanlega lúðann í drengnum. Raphina verður einnig marglaga og í senn dularfull í túlkun Lucy Boynton, með góðum samleik við Walsh-Peelo. Jack Reynor er líka ákaflega eftirminnilegur sem Brendan, stóri bróðir Conors, sem segja má að gegni hlutverki raddar skynseminnar – eða áhættunnar. Brendan reynir sitt besta til að styðja og hvetja yngri bróður sinn á meðan hann glímir við eigin eftirsjá. Reynor stelur algjörlega þessari mynd. Það eru litlir hnökrar hér og þar sem hindra frekari meðmæli. Án þess að segja frá of miklu heldur t.d. endirinn ekki alveg vatni. Hann er ljúfur á sinn hátt en það virkar eins og Carney hafi ekki hugsað endalokin út. Það sama á reyndar við um persónurnar. Það hefði líka verið skemmtilegra að kynnast hinum meðlimum hljómsveitarinnar örlítið betur. En mikil umhyggja fyrir yfir efninu ríkir hjá leikstjóranum. Einlægnin skín öll í gegnum þessa mynd og hún er vel þess virði að faðma fast að sér. Það sakar auðvitað ekki að tónlistin sem Conor og félagar skapa eða hlusta á er hress, skemmtileg og gefur myndinni góðan púls með „eitís“-tímabilinu sem Carney endurskapar hreint ágætlega. Auk þess er freistandi að henda laginu Drive it Like you Stole it í spilun að henni lokinni. Hvílíkur eyrnaormur sem þetta lag er.Niðurstaða: Vel samsett og hressandi þroskasaga sem smitar frá sér tónlistargleði og vellíðunarstraumum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar. Sögusviðið er Dublin árið 1985. Conor Lawlor er fjórtán ára miðjubarn í fjölskyldu sem hefur séð sælli daga. Samband foreldranna hangir á bláþræði og fjárhagserfiðleikar eru allsráðandi. Sparnaðaráætlun þeirra neyðir Conor til þess að skipta um skóla. Aðlögunin verður ekki áreynslulaus, en sem betur fer eignast hann fljótt nýja og hæfileikaríka vini og ákveður að stofna hljómsveit til að ganga í augun á Raphinu, stúlku sem á sér drauma um að verða fyrirsæta. Með metnaði, vænni kennslu frá stóra bróður og viljastyrknum fer bandið hans Conors af stað og lífið öðlast nýja orku. Conor finnur sköpunargleðina og vegna hennar gengur hann í gegnum ýmsar breytingar út söguna, ekki síst í klæðaburði, á meðan innblástur er dreginn frá Duran Duran, The Cure og fleirum. En að ná tökum á sjálfsörygginu til að elta ástina og sigra hjarta Raphinu reynist ekki auðvelt verk. Sérstaklega þegar hann þarf að takast á við hindranir úr öllum áttum eins og hörð skólayfirvöld, hrotta og líka kærasta draumastúlkunnar. Írski leikstjórinn John Carney (Once, Begin Again) snýr aftur á heimaslóðir sínar og trúlega til einhverra æskuminninga. Með Sing Street er Carney því staddur í þægindaramma sínum, enda hefur hann núna gert þrjár myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera ljúfar ástarsögur þar sem tjáning persóna fer fram í gegnum tónlist á einn hátt eða annan. Carney fær ýmislegt lánað frá fyrri myndum sínum, þar á meðal beinar senur sem settar eru í nýjar umbúðir, með smá skvettu af unglingasögum Johns Hughes og slettu af The Commitments. Þessi blanda er vel sjarmerandi. Niðurstaðan er bráðskemmtileg og heillandi þroskasaga sem nær furðuvel að fanga hvernig tilfinningin er að vera ungur, vitlaus og brjálæðislega ástfanginn.Lucy Boynton og Ferdia Walsh-Peelo standa sig vel í hlutverkum sínum.NORDICPHOTOS/GETTYÞrátt fyrir að það sé talsverður „fantasíukeimur“ á sögunni og framvindu hennar er áferð myndarinnar og samspil leikara hversdagslegt og trúverðugt. Allir leikararnir með tölu standa sig frábærlega. Ungi tónlistarmaðurinn Ferdia Walsh-Peelo spreytir sig með leikarafrumraun sinni og er yndislegur í aðalhlutverkinu, bæði með það á hreinu að sýna óvænta töffarann og viðkunnanlega lúðann í drengnum. Raphina verður einnig marglaga og í senn dularfull í túlkun Lucy Boynton, með góðum samleik við Walsh-Peelo. Jack Reynor er líka ákaflega eftirminnilegur sem Brendan, stóri bróðir Conors, sem segja má að gegni hlutverki raddar skynseminnar – eða áhættunnar. Brendan reynir sitt besta til að styðja og hvetja yngri bróður sinn á meðan hann glímir við eigin eftirsjá. Reynor stelur algjörlega þessari mynd. Það eru litlir hnökrar hér og þar sem hindra frekari meðmæli. Án þess að segja frá of miklu heldur t.d. endirinn ekki alveg vatni. Hann er ljúfur á sinn hátt en það virkar eins og Carney hafi ekki hugsað endalokin út. Það sama á reyndar við um persónurnar. Það hefði líka verið skemmtilegra að kynnast hinum meðlimum hljómsveitarinnar örlítið betur. En mikil umhyggja fyrir yfir efninu ríkir hjá leikstjóranum. Einlægnin skín öll í gegnum þessa mynd og hún er vel þess virði að faðma fast að sér. Það sakar auðvitað ekki að tónlistin sem Conor og félagar skapa eða hlusta á er hress, skemmtileg og gefur myndinni góðan púls með „eitís“-tímabilinu sem Carney endurskapar hreint ágætlega. Auk þess er freistandi að henda laginu Drive it Like you Stole it í spilun að henni lokinni. Hvílíkur eyrnaormur sem þetta lag er.Niðurstaða: Vel samsett og hressandi þroskasaga sem smitar frá sér tónlistargleði og vellíðunarstraumum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira