Lektor segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2017 22:41 Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira