Þota Bandaríkjahers skaut niður íranskan dróna Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 18:30 Orrustuþotan sem skaut niður íranska drónann var af gerðinni F-15E Strike Eagle. Tvær slíkar þotur sjást hér á mynd. Vísir/AFP Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira