
Eyðileggingin í grænlenska þorpinu í myndum

Grænlenska útvarpið KNR segir að enginn nema fulltrúar yfirvalda hafi komið til þorpsins eftir að flóðbylgjan gekk þar á land skömmu fyrir klukkan tíu á laugardagskvöld og þorpið var rýmt.
Sveit frá danska herliðinu á Grænlandi gekk á land í þorpinu í nótt en þurfti að fara þaðan aftur í morgun
„Við sigldum aftur út þegar ísstaðan var orðin virkilega slæm. Þá var þungur straumur og ís svo við sigldum niður í Illorsuit-sund,“ hefur KNR eftir Søren Kjeldsen, skipstjóra á varðskipinu Vædderen.
Ljósmyndari herliðsins tók myndir af eyðileggingunni og má skoða þær með því að fletta í myndasyrpunni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð
Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag.

Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi
Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi.

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi
Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.

Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi
Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins.

Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta
Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá.

Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga