Systurbílarnir Hyundai Kona og Kia Stonic á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2017 10:26 Kia Stonic er reffilegur jepplingur. Bílaframleiðendur fjölga nú hratt í jepplingaflóru sinni og endalaus markaður virðist vera fyrir slíka bíla í heiminum þessa dagana. Systurfyrirtækin S-kóresku, Hyundai og Kia eru að kynna sína viðbót í þessum flokki með systurbílunum Hyundai Kona og Kia Stonic. Þessir bílar eru hannaðir í samstarfi en bera sitthvort nafnið og verður Kia Stonic bíllinn að vonum líklega aðeins ódýrari, eins og svo oft hefur áður verið með systurbíla þessara framleiðenda, en þau tengjast eignaböndum. Hyundai á stóran hluta í Kia, en bæði eru þau frá S-Kóreu. Bæði Hyudai og Kia spara sér mikinn þróunarkostnað við að skapa bíla sína í samstarfi og mikið af íhlutum í þessum tveimur bílum eru sameiginlegir. Auk þess er enn meiri sparnaður fólginn í því að innrétting og mælaborð nýs Kia Stonic er svo til eins og í nýjum Kia Rio. Kia mun svipta hulunni af Kia Stonic jepplingnum í dag, en Hyundai hefur þegar kynnt Kona jeppling sinn. Hyundai Kona verður í boði með 1,0 og 1,6 lítra bensínvélar með forþjöppu og 1,6 lítra dísilvél í tveimur útfærslum með mismikið afl. Í Bandaríkjunum verður hann í boði með 2,0 lítra bensínvél. Ekki liggur ljóst fyrir hvort bílarnir báðir verða í boði með fjórhjóladrifi, auk framhjóladrifsútgáfu. Búast má við samskonar drifrásum í Kia Stonic og í boði eru í Hyundai Kona. Kia Stonic verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í haust og sala bílsins hefst skömmu eftir það. Búast má við því að báðir bílarnir verði boðnir á góðu verði vegna þess sparnaðar sem hlýst af sameiginlegri þróun þeirra. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Bílaframleiðendur fjölga nú hratt í jepplingaflóru sinni og endalaus markaður virðist vera fyrir slíka bíla í heiminum þessa dagana. Systurfyrirtækin S-kóresku, Hyundai og Kia eru að kynna sína viðbót í þessum flokki með systurbílunum Hyundai Kona og Kia Stonic. Þessir bílar eru hannaðir í samstarfi en bera sitthvort nafnið og verður Kia Stonic bíllinn að vonum líklega aðeins ódýrari, eins og svo oft hefur áður verið með systurbíla þessara framleiðenda, en þau tengjast eignaböndum. Hyundai á stóran hluta í Kia, en bæði eru þau frá S-Kóreu. Bæði Hyudai og Kia spara sér mikinn þróunarkostnað við að skapa bíla sína í samstarfi og mikið af íhlutum í þessum tveimur bílum eru sameiginlegir. Auk þess er enn meiri sparnaður fólginn í því að innrétting og mælaborð nýs Kia Stonic er svo til eins og í nýjum Kia Rio. Kia mun svipta hulunni af Kia Stonic jepplingnum í dag, en Hyundai hefur þegar kynnt Kona jeppling sinn. Hyundai Kona verður í boði með 1,0 og 1,6 lítra bensínvélar með forþjöppu og 1,6 lítra dísilvél í tveimur útfærslum með mismikið afl. Í Bandaríkjunum verður hann í boði með 2,0 lítra bensínvél. Ekki liggur ljóst fyrir hvort bílarnir báðir verða í boði með fjórhjóladrifi, auk framhjóladrifsútgáfu. Búast má við samskonar drifrásum í Kia Stonic og í boði eru í Hyundai Kona. Kia Stonic verður kynntur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í haust og sala bílsins hefst skömmu eftir það. Búast má við því að báðir bílarnir verði boðnir á góðu verði vegna þess sparnaðar sem hlýst af sameiginlegri þróun þeirra.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent