Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Sjúkraþyrslur kynntar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45