Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Gissur Sigurðsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2017 14:19 Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“ Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Mikið tjón varð á sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi þegar eldur kviknaði út frá gasgrilli sem búið var að slökkva á. Ef einhver gasleki er, jafnvel þó búið sé að slökkva á grillinu, getur stöðurafmagn valdið íkveikju að sögn forvarnardeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsins. „Við áttum ekki von á þessu, með nýja, fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða. Vorum búin að vera að borða í svona tíu mínútum og kíkjum út þá stendur grillið í ljósum logum. Mér heyrðist á lögreglumönnum að þau héldu að það hefði lekið fita á gasslöngu eftir að við hættum að grilla,“ segir Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Þegar slökkviliði hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. „Það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. „Mér var verulega brugðið en ég átti svo sem alveg von á því, það er mikið af þurru spreki þarna uppi.“Skemmdir eru talsverðar.Vísir/EyþórHreinn olíubruni Bjarni Kjartansson, forstöðumaður forvarnardeildar slökkviliðsins, segir að fyrst og fremst sé tvennt sem þurfi að hafa í huga til að forðast að eldur komi upp í grilli. „Annars vegar eru það þrif á grillinu sjálfu vegna þess að það er alveg lygilega mikil fitusöfnun sem getur orðið við þessa steikingu og þetta safnast upp í annaðhvort einhverja bakka eða skúffu eða sérstaka fitugildru. Getur líka safnast upp innan á við brennara og bara hvar sem það getur lekið. Ef það kviknar síðan í við eldun, bara í kjötinu sjálfu eða í fitu á grindunum, þá getur sá eldur mjög hratt borist í aðra fitu á grillinu,“ segir Bjarni. „Þetta er ekkert annað en hreinn olíubruni þegar þetta fer af stað. Síðan getur bruni í grillinu sjálfu líka laskað eða hreinlega rofið gaslögnina.“ En hvernig getur eldur kviknað ef búið er að drepa á grillinu? „Ef það lekur gas einhverstaðar þá getur stöðurafmagn nægt til að kveikja í því.“
Tengdar fréttir Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18