Lífið

Gamla Borg í Grímsnesi til sölu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsið Gamla Borg í Grímsnesi var byggt árið 1929.
Húsið Gamla Borg í Grímsnesi var byggt árið 1929. stakfell fasteignasala
Samkomuhúsið Gamla Borg í Grímsnesi er komið á sölu en húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. Það var teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni aðstoðarmanni húsameistara ríkisins að því er fram kemur á vef Lands og sögu en fljótlega réð Hvöt ekki við húsið og hreppurinn tók það yfir.

Skóli var starfræktur í húsinu og þá voru allar samkomur sveitarinnar haldnar í Gömlu Borg, meðal annars dansleikir, leiksýningar og tombólur.

Á fasteignavef Vísis segir að í húsinu sé nú fullbúið kaffihús og samkomusalur sem bjóði upp á mikla möguleika.

„Húsnæði skiptist í anddyri, samkomusal með bar og sviði, eldhús, salernisaðstöðu, geymslu og setustofu í kjallara hússins. [...] Húsið hefur verið gert upp að innan á smekklegan hátt og er í dag notað sem kaffihús og samkomusalur undir tækifærisveislur,“ segir á fasteignavefnum.

Skóli var starfræktur í húsinu og þá fóru allar helstu samkomur sveitarinnar þar fram.stakfell fasteignasala
Bar er í húsinu og fullbúið kaffihús.stakfell fasteignasala
Það er fallegt útsýni úr salnum.stakfella fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×