Með rödd sem hæfir risa Elín Albertsdóttir skrifar 30. júní 2017 10:00 Kristjana Stefánsdóttir er mikill listamaður. Hún semur tónlist fyrir hin ýmsu leikverk í Borgarleikhúsinu. Vísir/Ernir Kristjana Stefánsdóttir fór heim með Grímuna fyrir tónlist ársins þegar verðlaunin voru veitt í júní. Hún er afar stolt af þessari viðurkenningu en Blái hnötturinn fékk flest verðlaun á Grímunni, eða fjögur. Blái hnötturinn hefur slegið í gegn í Borgarleikhúsinu og tónlist Kristjönu í verkinu er sungin á flestum barnaskólum landsins. „Það líður varla sú vika að ég fái ekki senda upptöku af barni að syngja lagið Sautján þúsund sólargeislar. Það bræðir hjarta mitt,“ segir Kristjana sem hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri djasstónlist um árabil. Hún starfar sem tónlistarstjóri og útsetjari í Borgarleikhúsinu. „Ég var eina konan í hópi þeirra sem tilnefndir voru fyrir tónlist ársins og mér þótti mjög vænt um að fá verðlaunin,“ segir hún. „Það var biluð vinna að gera þennan söngleik þannig að þetta var frábært.“Kristjana með börnunum í Bláa hnettinum á degi rauða nefsins fyrir Unicef.Blái hnötturinn er unninn eftir handriti Andra Snæs Magnasonar frá því að það var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001 en það var Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sem fékk þá hugmynd að setja verkið upp aftur. „Kristín kom að máli við okkur Berg Þór Ingólfsson og bað okkur að skoða handrit Bláa hnattarins en sýningar á verkinu hafa farið um allan heim. Við fengum frjálsar hendur með uppsetninguna sem endaði í söngleik með börnum sem aðalleikurum. Það komu mörg börn í prufur en við eigum nú þegar reynslumikla unga leikara sem hafa leikið í hinum ýmsu sýningum, eins og Billy Elliot, Óvitum, Mary Poppins og fleirum. Í sýningunni eru 23 börn svo þetta var viðamikið verkefni en skemmtilegt,“ segir Kristjana en hún hlaut einnig Grímuna ásamt fleirum árið 2010 fyrir sýninguna Jesús litli sem sýnd hefur verið í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir. Þá var hún tilnefnd í tveimur flokkum Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, Söngkona ársins og Plata ársins, leiksviðs- og kvikmyndatónlist, ásamt Bergi Þór Ingólfssyni.Kristjana með systur sinni, Ragnheiði Blöndal.Hressandi samband Kristjana er þessa stundina í sumarfríi frá leikhúsinu en hefur undanfarið ferðast um landið ásamt Svavari Knúti tónlistarmanni undir yfirskriftinni Firðir og firnindi en þau hafa farið í slíkar tónleikaferðir frá árinu 2008 og ávallt verið vel tekið. Kristjana og Svavar Knútur gáfu út plötuna Glæður árið 2011 sem seldist upp á stuttum tíma. Kristjana hefur gefið út fjölmargar plötur á ferlinum, bæði sjálf og með öðrum. „Samstarf okkar Svavars hefur verið fallegt. Við hittumst tvisvar á ári og gerum eitthvað skemmtilegt saman, á sumrin og fyrir jólin. Raddirnar okkar renna saman eins og smjör. Það er gaman að vinna með Svavari Knúti sem er einstakur listamaður og stórkostlegur karakter. Í næstu viku förum við norður til Dalvíkur, Siglufjarðar og Akureyrar.“ Bambaló syngur Kristjana segist ganga með margar hugmyndir í maganum sem hana langar til leggja meiri vinnu við á næstunni. „Ég er alltaf að semja tónlist. Ég gaf út plötuna Ófelíu í október en hef ekki haft nægan tíma til að fylgja henni eftir. Mig langar til að syngja lögin meira af þeirri plötu. Ég er gamaldags og sem alla mína tónlist á píanó þrátt fyrir alla þessa nýju og frábæru tækni sem er í boði í dag. Ég vil líta á mig sem alhliða tónlistarmann þótt ég sé kannski ennþá þekktust fyrir djassinn,“ segir hún en Kristjana hefur margoft komið fram með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu. Hún hefur á undanförnum árum samið tónlist fyrir fjórar leiksýningar og það eru fleiri í pípunum. Á plötunni Ófelía notast Kristjana við gælunafnið sitt Bambaló en faðir hennar notaði það nafn á hana þegar hún var lítil.Kristjana með Halldóru Geirharðs og Bergi Þór Ingólfssyni eftir hundruðustu sýninguna á Jesús litla,Á sveitaböllum Ferill Kristjönu spannar langan tíma. Vorið 2000 lauk hún námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. Áður hafði hún lokið námi við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Diddúar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, og Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Kristjana er alin upp á Selfossi frá sjö ára aldri. „Ég held að áhugi á tónlist hafi vaknað þegar ég var mjög ung og það kom aldrei annað til greina en að fara þessa leið í lífinu,“ segir hún. „Ég byrjaði í barnakór á Selfossi og hélt síðan áfram í kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Minn fyrsti lærifaðir var Jón Ingi Sigurmundsson sem var stjórnandi kórsins. Ég lærði mikið af honum og fékk hvatningu. Það hefur alltaf verið mikil tónlistarstemning á Selfossi og þaðan hafa komið þekktar hljómsveitar, má þar til dæmis nefna Mána og Skítamóral. Það er fullt af góðum tónlistarmönnum sem koma frá Selfossi, til dæmis krakkarnir í Kiriyama Family. Tónlistarskólinn á Selfossi er öflugur og kórastarf í miklum blóma,“ segir Kristjana. Þegar hún var á átjánda ári hóf hún feril sinn opinberlega með hljómsveitinni Lótus. Síðan lá leiðin í hljómsveit með Labba í Mánum og fleirum sem nefndist Karma og var gríðarlega vinsæl á sveitaböllunum. „Við vorum stundum með fjögur böll á viku. Það var mikill skóli fyrir mig. Ég er alin upp hjá einstæðri móður og ekki voru alltaf miklir peningar á heimilinu. Sveitaböllin gáfu svo vel af sér að ég gat greitt sjálf fyrir námið mitt. Ég kláraði stúdentspróf og burtfararpróf frá Söngskóla Reykjavíkur og hélt síðan til Hollands þar sem ég lauk bachelorgráðu í tónlist og kennslufræðum. Ég hef alltaf séð fyrir mér að ferðast um heiminn með tónlistina mína. Mér hefur alltaf þótt einstaklega skemmtilegt að ferðast. Örlögin leiddu mig þó í leikhúsið sem hefur reyndar líka alltaf heillað mig. Ég var virkur meðlimur í leikfélagi Selfoss þegar ég var krakki. Leiklistin höfðaði mikið til mín en ég komst hvorki lönd né strönd í prufum,“ segir hún og hlær.Kristjana og dóttir hennar, Lóa.Á fullu í ræktinni Kristjana hefur verið að taka sig í gegn að undanförnu með einkaþjálfara. „Ég tók mig til eftir hlé og finnst það æðislegt. Það hefur verið annasamur tími í leikhúsinu en nú ætla ég að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég á stórafmæli á næsta ári og ætla að vera í betra formi þá,“ segir Kristjana sem verður fimmtug 25. maí 2018 og ætlar kannski að halda upp á það. „Það gætu orðið tónleikar eða bara gott partí,“ segir Kristjana sem á eina 14 ára nýfermda dóttur, Lóu. Þær mæðgur ætla að skreppa í sólarlandaferð síðar í mánuðinum. „Það verður æðislegt að slappa af og njóta lífsins. Eiginlega löngu kominn tími á það. Ætli maður ferðist ekki líka eitthvað innanlands með tjaldið,“ segir hún. Þegar Kristjana er spurð um áhugamálin segist hún vera dugleg að fara á tónleika. „Útivera heillar mig mikið. Ég labbaði Laugaveginn árið 2008 og mig langar að fara á fleiri fjöll. Ferðalög til útlanda eru líka áhugamál og að elda góðan mat. Ég er ágætis kokkur og finnst gaman að halda matarboð,“ segir Kristjana sem mun syngja á Jómfrúnni 15. júlí áður en hún flýgur á vit sólarinnar. Bubbi Morthens bloggaði eitt sinn eftir að hafa unnið að plötu með Kristjönu. „Hún er risi í íslenskum djasssöng, hún hefur rödd sem hæfir risa, hjarta sem hæfir risa, auðmýkt sem hæfir risa og elsku sem hæfir risa.“ Þegar Kristjana er spurð um þessi orð, svarar hún: „Mér þótti mjög vænt um þessi orð. Ég fékk þann heiður að vinna með Bubba á þremur af hans plötum og mér finnst alltaf jafngaman að vinna með honum.“ Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kristjana Stefánsdóttir fór heim með Grímuna fyrir tónlist ársins þegar verðlaunin voru veitt í júní. Hún er afar stolt af þessari viðurkenningu en Blái hnötturinn fékk flest verðlaun á Grímunni, eða fjögur. Blái hnötturinn hefur slegið í gegn í Borgarleikhúsinu og tónlist Kristjönu í verkinu er sungin á flestum barnaskólum landsins. „Það líður varla sú vika að ég fái ekki senda upptöku af barni að syngja lagið Sautján þúsund sólargeislar. Það bræðir hjarta mitt,“ segir Kristjana sem hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri djasstónlist um árabil. Hún starfar sem tónlistarstjóri og útsetjari í Borgarleikhúsinu. „Ég var eina konan í hópi þeirra sem tilnefndir voru fyrir tónlist ársins og mér þótti mjög vænt um að fá verðlaunin,“ segir hún. „Það var biluð vinna að gera þennan söngleik þannig að þetta var frábært.“Kristjana með börnunum í Bláa hnettinum á degi rauða nefsins fyrir Unicef.Blái hnötturinn er unninn eftir handriti Andra Snæs Magnasonar frá því að það var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001 en það var Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sem fékk þá hugmynd að setja verkið upp aftur. „Kristín kom að máli við okkur Berg Þór Ingólfsson og bað okkur að skoða handrit Bláa hnattarins en sýningar á verkinu hafa farið um allan heim. Við fengum frjálsar hendur með uppsetninguna sem endaði í söngleik með börnum sem aðalleikurum. Það komu mörg börn í prufur en við eigum nú þegar reynslumikla unga leikara sem hafa leikið í hinum ýmsu sýningum, eins og Billy Elliot, Óvitum, Mary Poppins og fleirum. Í sýningunni eru 23 börn svo þetta var viðamikið verkefni en skemmtilegt,“ segir Kristjana en hún hlaut einnig Grímuna ásamt fleirum árið 2010 fyrir sýninguna Jesús litli sem sýnd hefur verið í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir. Þá var hún tilnefnd í tveimur flokkum Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, Söngkona ársins og Plata ársins, leiksviðs- og kvikmyndatónlist, ásamt Bergi Þór Ingólfssyni.Kristjana með systur sinni, Ragnheiði Blöndal.Hressandi samband Kristjana er þessa stundina í sumarfríi frá leikhúsinu en hefur undanfarið ferðast um landið ásamt Svavari Knúti tónlistarmanni undir yfirskriftinni Firðir og firnindi en þau hafa farið í slíkar tónleikaferðir frá árinu 2008 og ávallt verið vel tekið. Kristjana og Svavar Knútur gáfu út plötuna Glæður árið 2011 sem seldist upp á stuttum tíma. Kristjana hefur gefið út fjölmargar plötur á ferlinum, bæði sjálf og með öðrum. „Samstarf okkar Svavars hefur verið fallegt. Við hittumst tvisvar á ári og gerum eitthvað skemmtilegt saman, á sumrin og fyrir jólin. Raddirnar okkar renna saman eins og smjör. Það er gaman að vinna með Svavari Knúti sem er einstakur listamaður og stórkostlegur karakter. Í næstu viku förum við norður til Dalvíkur, Siglufjarðar og Akureyrar.“ Bambaló syngur Kristjana segist ganga með margar hugmyndir í maganum sem hana langar til leggja meiri vinnu við á næstunni. „Ég er alltaf að semja tónlist. Ég gaf út plötuna Ófelíu í október en hef ekki haft nægan tíma til að fylgja henni eftir. Mig langar til að syngja lögin meira af þeirri plötu. Ég er gamaldags og sem alla mína tónlist á píanó þrátt fyrir alla þessa nýju og frábæru tækni sem er í boði í dag. Ég vil líta á mig sem alhliða tónlistarmann þótt ég sé kannski ennþá þekktust fyrir djassinn,“ segir hún en Kristjana hefur margoft komið fram með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu. Hún hefur á undanförnum árum samið tónlist fyrir fjórar leiksýningar og það eru fleiri í pípunum. Á plötunni Ófelía notast Kristjana við gælunafnið sitt Bambaló en faðir hennar notaði það nafn á hana þegar hún var lítil.Kristjana með Halldóru Geirharðs og Bergi Þór Ingólfssyni eftir hundruðustu sýninguna á Jesús litla,Á sveitaböllum Ferill Kristjönu spannar langan tíma. Vorið 2000 lauk hún námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. Áður hafði hún lokið námi við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Diddúar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, og Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Kristjana er alin upp á Selfossi frá sjö ára aldri. „Ég held að áhugi á tónlist hafi vaknað þegar ég var mjög ung og það kom aldrei annað til greina en að fara þessa leið í lífinu,“ segir hún. „Ég byrjaði í barnakór á Selfossi og hélt síðan áfram í kór Fjölbrautaskóla Suðurlands. Minn fyrsti lærifaðir var Jón Ingi Sigurmundsson sem var stjórnandi kórsins. Ég lærði mikið af honum og fékk hvatningu. Það hefur alltaf verið mikil tónlistarstemning á Selfossi og þaðan hafa komið þekktar hljómsveitar, má þar til dæmis nefna Mána og Skítamóral. Það er fullt af góðum tónlistarmönnum sem koma frá Selfossi, til dæmis krakkarnir í Kiriyama Family. Tónlistarskólinn á Selfossi er öflugur og kórastarf í miklum blóma,“ segir Kristjana. Þegar hún var á átjánda ári hóf hún feril sinn opinberlega með hljómsveitinni Lótus. Síðan lá leiðin í hljómsveit með Labba í Mánum og fleirum sem nefndist Karma og var gríðarlega vinsæl á sveitaböllunum. „Við vorum stundum með fjögur böll á viku. Það var mikill skóli fyrir mig. Ég er alin upp hjá einstæðri móður og ekki voru alltaf miklir peningar á heimilinu. Sveitaböllin gáfu svo vel af sér að ég gat greitt sjálf fyrir námið mitt. Ég kláraði stúdentspróf og burtfararpróf frá Söngskóla Reykjavíkur og hélt síðan til Hollands þar sem ég lauk bachelorgráðu í tónlist og kennslufræðum. Ég hef alltaf séð fyrir mér að ferðast um heiminn með tónlistina mína. Mér hefur alltaf þótt einstaklega skemmtilegt að ferðast. Örlögin leiddu mig þó í leikhúsið sem hefur reyndar líka alltaf heillað mig. Ég var virkur meðlimur í leikfélagi Selfoss þegar ég var krakki. Leiklistin höfðaði mikið til mín en ég komst hvorki lönd né strönd í prufum,“ segir hún og hlær.Kristjana og dóttir hennar, Lóa.Á fullu í ræktinni Kristjana hefur verið að taka sig í gegn að undanförnu með einkaþjálfara. „Ég tók mig til eftir hlé og finnst það æðislegt. Það hefur verið annasamur tími í leikhúsinu en nú ætla ég að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég á stórafmæli á næsta ári og ætla að vera í betra formi þá,“ segir Kristjana sem verður fimmtug 25. maí 2018 og ætlar kannski að halda upp á það. „Það gætu orðið tónleikar eða bara gott partí,“ segir Kristjana sem á eina 14 ára nýfermda dóttur, Lóu. Þær mæðgur ætla að skreppa í sólarlandaferð síðar í mánuðinum. „Það verður æðislegt að slappa af og njóta lífsins. Eiginlega löngu kominn tími á það. Ætli maður ferðist ekki líka eitthvað innanlands með tjaldið,“ segir hún. Þegar Kristjana er spurð um áhugamálin segist hún vera dugleg að fara á tónleika. „Útivera heillar mig mikið. Ég labbaði Laugaveginn árið 2008 og mig langar að fara á fleiri fjöll. Ferðalög til útlanda eru líka áhugamál og að elda góðan mat. Ég er ágætis kokkur og finnst gaman að halda matarboð,“ segir Kristjana sem mun syngja á Jómfrúnni 15. júlí áður en hún flýgur á vit sólarinnar. Bubbi Morthens bloggaði eitt sinn eftir að hafa unnið að plötu með Kristjönu. „Hún er risi í íslenskum djasssöng, hún hefur rödd sem hæfir risa, hjarta sem hæfir risa, auðmýkt sem hæfir risa og elsku sem hæfir risa.“ Þegar Kristjana er spurð um þessi orð, svarar hún: „Mér þótti mjög vænt um þessi orð. Ég fékk þann heiður að vinna með Bubba á þremur af hans plötum og mér finnst alltaf jafngaman að vinna með honum.“
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira