Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 10:51 Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira