Sport

Ólafía Þórunn í gegnum niðurskurðinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, hefur lokið leik á öðrum hring Thornberry Creek Classics mótsins í golfi. Mótið er liður í LPGA mótaröðinni.

Ólafía byrjaði annan hring í gær og náði að spila 12 holur áður en hætt var leik vegna myrkurs. Fyrr um daginn hafði þurft að gera hlé á mótinu vegna veðurs. Hún var á fjórum höggum undir pari eftir holurnar 12 í gær.

Hún byrjaði á fugli á þrettándu holu í dag, fékk par á þeirri fjórtándu og svo komu tveir fuglar í röð á fimmtándu og sextándu braut. Ólafía fékk skolla á sautjándu braut og kláraði hringinn á pari á átjándu holu, samtals á sex höggum undir pari. Hún lýkur leik í 27. - 39. sæti þegar aðeins örfáir kylfingar eiga eftir að klára annan hring.

Mjög góð spilamennska hjá Ólafíu og er hún komin í gegnum niðurskurðinn á mótinu og mun hefja leik á þriðja hring um klukkan hálf sex í kvöld.

Efstu konur eru þó nokkuð frá Ólafíu, hin ástralska Katherine Kirk leiðir mótið á 13 höggum undir pari og fast á hæla hennar kemur Þjóðverjinn Sandra Gal á 12 höggum undir pari. Ólafía þarf því að leika frábærlega á þriðja hring ætli hún að blanda sér í toppbaráttuna.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn hefur leik klukkan eitt

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram leik sínum á öðrum hringi Thornberry Creek Classic um eitt leitið í dag.

Er mjög stolt af sjálfri mér

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×