Kom kærastanum á óvart með myndavélinni sem hann missti í Kirkjufellsfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 08:42 Þau Ryan Wright og Laurel Anne munu aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni. Laurel Anne Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira