Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 12:30 Mótmælendur í Hamborg í morgun. vísir/getty Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg. Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg.
Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34