Lést Amelia Earhart í haldi Japana? Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 10:45 Amelia Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 á flugi yfir Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Vísir/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna/Getty Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar. Japan Marshall-eyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar.
Japan Marshall-eyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira