Telur hag í því að rukka aðgangseyri Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst við Kerið árið 2013. vísir/eyþór Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira