Telur hag í því að rukka aðgangseyri Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst við Kerið árið 2013. vísir/eyþór Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niðurstaða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni Efficient pricing of tourist sites er sett upp verðformúla til að rannsaka hvernig best megi þróa gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hingað til hafa flestir ferðamannastaðir landsins verið gjaldfrjálsir. Miklar opinberar umræður hafa þó átt sér stað um möguleika á gjaldtöku. Niðurstaða greinarinnar er að aukinn fjöldi ferðamanna hafi neikvæð umhverfisleg áhrif á staðina og að ferðamenn njóti staða minna ef of margir eru á svæðinu. Þannig sé það hagur samfélagsins að takmarka aðgang með aðgangsgjaldi.Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.VÍSIR/VILHELM„Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði aðgangur að mörgum ferðamannastöðum ókeypis. Til að áætla aðgangsgjald þyrfti að meta hversu mikill troðningurinn er á hverjum stað og hversu miklum umhverfisskemmdum hver ferðamaður veldur að jafnaði,“ segir Ragnar. Mikilvægt sé að leggjast í slíkar rannsóknir. „Það skiptir líka máli hvort tiltekinn ferðamannastaður sé rekinn með það í huga að hámarka velferð þeirra sem koma á staðinn eða rekinn þannig að eigi að hámarka hreinar tekjur hans.“ Að mati Ragnars væri skynsamlegt að hámarka tekjur af erlendum ferðamönnum og velferð íslenskra ferðamanna. „Það myndi þýða mismunandi gjald fyrir erlenda ferðamenn og íslenska ferðamenn. En síðan má kannski ekki mismuna samkvæmt reglum Evrópusambandsins.“ Nýlega hafa sveitarfélög fengið leyfi til gjaldtöku vegna bílastæða. „Það má segja að það sé skref í rétta átt að heimila þessa gjaldtöku. En þá munu þeir að einhverju leyti vera einokunaraðilar og þá munu Íslendingar verða rukkaðir of mikið,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að eitt gjald sé borgað fyrir hvern bíl en misjafnt sé hve margir eru í hverjum. Troðningur og skemmdir á ferðamannastöðunum fari eftir fjölda ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira