Innlent

Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ferðamenn eru ánægðir með að verið sé að koma upp stiga við Kerið.
Ferðamenn eru ánægðir með að verið sé að koma upp stiga við Kerið. vísir/eyþór
Gjaldtaka hófst við Kerið árið 2013, en það er fjölsóttur ferðamannastaður í Grímsnesi á Suðurlandi. Frítt er fyrir börn undir tólf ára aldri.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur talað fyrir aukinni gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina. „Við höfum ekki skoðað gjaldtökuna sérstaklega við Kerið. En við höfum lagt áherslu á að ef menn ætla að stofna til gjaldtöku þá sé það fyrir virðisaukandi þjónustu, að þar sé aðstaða sem sé verið að rukka fyrir ekki bara að horfa á náttúruna,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Ferðamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru almennt sáttir við gjaldtökuna og voru sérstaklega ánægðir með uppbygginguna á svæðinu. Flestum þótti Ísland dýr áfangastaður, sérstaklega að fara út að borða, en höfðu flestir verið varaðir við kostnaðinum sem fylgdi ferð hingað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×