Ford færir framleiðslu Focus til Kína Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 14:44 Ford Focus framleiddur í Bandaríkjunum. Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Fram til þessa hafa þeir Ford Focus bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum verið framleiddir þar. Ford hafði uppi áform um að flytja framleiðslu bílsins til Mexíkó en hefur nú hætt við það og ætlar að framleiða bílinn í Kína. Um talsvert lengri leið verður að fara að flytja bílana frá Kína en frá Mexíkó. Ford tók þó þessa ákvörðun þar sem fyrirtækið mun spara sér 1 milljarð dollara með því að flytja framleiðsluna til Kína. Með því þarf Ford ekki að byggja upp samsetningarverksmiðju eins og áform voru um í Mexíkó, sem sparar 500 milljón dollara en auk þess sparast 500 milljón dollarar að auki vegna ódýrari framleiðslu á bílnum í Kína. Í verksmiðjunni í Bandaríkjunum þar sem sem Ford Focus er smíðaður nú verða smíðaðir jeppar, jepplingar og pallbílar og enginn mun missa starf sitt í verksmiðjunni. Fyrst verða smíðaðir þar Ranger pallbíllinn og nýr Bronco jeppi. Framleiðsla Ford Focus í Kína mun hefjast á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Sala Ford Focus í Bandaríkjunum hefur veriðp á niðurleið undanfarið og hefur fallið um 19% það sem af er þessu ári.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent