Fótbolti

500 auka miðar á Finnland - Ísland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KSÍ fær 500 miða til viðbótar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM 2018 sem fram fer 2. september næst komandi í Tampere í Finnlandi.

Áður höfðu 1300 miðar verið seldir á leikinn, en völlurinn tekur 16800 manns í sæti. Það verður því ágætur stuðningur við íslenska liðið á leiknum.

Miðarnir eru ekki á sama stað og þeir miðar sem KSÍ hafði áður fengið, en þó við sama enda vallarins og því ekki langt frá meirihluta íslensku stuðningsmannanna.

Sala miðanna hefst á morgun, 4. júlí, kl 12:00 á midi.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×