Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 12:30 Hallargarðurinn er staðsettur á mótum Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar. Í garðinum stendur hús Thors Jenssonar auk aðalbyggingar Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Íbúi í miðbæ Reykjavíkur, sem var á heimleið aðfararnótt sunnudags, gekk fram á tvo ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum svokallaða, skrúðgarði við Skothúsveg og Fríkirkjuveg. Ferðamennirnir höfðu lagt svokallaðri camper-bifreið á Skothúsvegi og ætluðu að gista þar. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir greinilega aukningu hafa orðið í ferðamönnum sem notast við bifreiðarnar innan borgarmarkanna.Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, er búsettur í miðbænum.Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. „Ég var á leið heim úr bænum um klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og ákvað að labba í gegnum Hallargarðinn við Skothúsveg. Þar blasa við mér tveir ferðamenn, hjón á miðjum aldri, gera þarfir sínar þarna í þessum virðulega garði. Ég ætlaði að hringja í lögregluna og tilkynna þetta en var ekki með símann á mér.“Ferðamennirnir lögðu bíl sínum á horni Skothúsvegar og Fjólugötu eins og sést hér á korti.LoftmyndirSegir atvikið ekki einsdæmi Þorsteinn segir fólkið hafa athafnað sig á bak við runna hjá tröppum sem liggja niður í garðinn frá Skothúsvegi. Hann segir karlinn hafa verið í miðjum klíðum þegar hann kom að þeim en konan virtist hafa nýlokið sér af. „Karlinn var þarna semsagt í miðjum skítverkum en konan var nálægt og það leit út eins og hún hefði líka verið að gera sínar þarfir þarna,“ segir Þorsteinn. „Það fauk svolítið í mig því þetta hefur náttúrulega verið í umræðunni. Sérstaklega vegna þess að þau voru á svokallaðri camper-bifreið, sem þau höfðu lagt þarna á horni Skothúsvegar og Fjólugötu og ætluðu að gista þar,“ segir Þorsteinn. Af framburði fólksins að dæma telur Þorsteinn líklegast að um Frakka hafi verið að ræða þó að hann geti ekki fullyrt um það. Þorsteinn er sjálfur búsettur í miðbænum, skammt frá Hallargarðinum, og hann segir atvikið ekki einsdæmi. Hann hefur reglulega tekið eftir camper-bifreiðum sem ferðamenn hafa lagt í grennd við Hljómskálagarðinn og hyggjast gista í. Bifreiðarnar eru ekki búnar salernum og hafa ferðamenn því þurft að gera þarfir sínar annars staðar. „Þegar ég predikaði yfir þeim urðu þau svolítið skelkuð og afsökuðu sig með því að það væru engin klósett hérna í kring og þau hefðu þess vegna þurft að gera þarfir sínar í garðinum.“ Þorsteinn segir ljóst að eitthvað verði að gera í þessum málum, bæði hvað varðar bifreiðarnar, sem ferðamennirnir leggja í miðbænum, og salernisaðstöðu í borginni.Sjá einnig: Ferðamenn halda til á bílastæði í LaugardalMikil aukning í hópi erlendra ferðamanna á camper-bílum Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki heyrt af þessu tiltekna máli um helgina. „Ég er bara að heyra þetta fyrst núna,“ segir Sigurbjörn. „Þeir eru nú samt að sofa mikið þarna í Tjarnargötunni, ferðamennirnir, og við höfum beðið íbúana að hafa samband við okkur ef þeir sjá svona bíla þar. Þeir hafa líka verið mikið úti í Gróttu á Seltjarnarnesi.“ Hann segir að þessum bílum eigi að leggja á tjaldstæðum og að allar tilkynningar um bílana utan tjaldstæðanna séu skoðaðar. Hann segir enn fremur að mikil aukning hafi orðið í hópi ferðamanna sem kjósa bílana sem fararmáta á höfuðborgarsvæðinu.Salernisvenjur ferðamanna viðvarandi vandamál Umfjöllun um ferðamenn sem gera þarfir sínar undir beru lofti og utan salerna hefur farið hátt síðustu vikur og mánuði, sérstaklega atvik á fjölsóttum ferðamannastöðum úti á landi. Á Þingvöllum hefur vandinn verið mjög áberandi, þrátt fyrir að salernum hafi verið bætt við. „Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í samtali við Fréttablaðið í lok júní. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta.” Aðspurður hvort lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sjái ástæðu til að beita sér sérstaklega gegn óþrifnaði af þessu tagi í borginni segir Sigurbjörn það ekki hafa komið til tals. „Nei, við höfum ekki verið að fylgjast sérstaklega með því hvar fólkið kúkar.“Færslu Þorsteins má lesa í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum Vegagerðin vinnur að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum á landinu. Stjórnstöð ferðamála telur það forgangsmál að bæta aðgengi að salernum á landsbyggðinni. 14. júní 2017 08:15 Hindra ekki fólk í að hægja sér Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum. 24. júní 2017 07:00 Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Búðareigandi á svæðinu hefur áhyggjur af stöðu mála. Ferðamennirnir nýta sér ekki tjaldsvæði í næstu götu. 9. apríl 2017 14:30 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Íbúi í miðbæ Reykjavíkur, sem var á heimleið aðfararnótt sunnudags, gekk fram á tvo ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum svokallaða, skrúðgarði við Skothúsveg og Fríkirkjuveg. Ferðamennirnir höfðu lagt svokallaðri camper-bifreið á Skothúsvegi og ætluðu að gista þar. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir greinilega aukningu hafa orðið í ferðamönnum sem notast við bifreiðarnar innan borgarmarkanna.Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, er búsettur í miðbænum.Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. „Ég var á leið heim úr bænum um klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og ákvað að labba í gegnum Hallargarðinn við Skothúsveg. Þar blasa við mér tveir ferðamenn, hjón á miðjum aldri, gera þarfir sínar þarna í þessum virðulega garði. Ég ætlaði að hringja í lögregluna og tilkynna þetta en var ekki með símann á mér.“Ferðamennirnir lögðu bíl sínum á horni Skothúsvegar og Fjólugötu eins og sést hér á korti.LoftmyndirSegir atvikið ekki einsdæmi Þorsteinn segir fólkið hafa athafnað sig á bak við runna hjá tröppum sem liggja niður í garðinn frá Skothúsvegi. Hann segir karlinn hafa verið í miðjum klíðum þegar hann kom að þeim en konan virtist hafa nýlokið sér af. „Karlinn var þarna semsagt í miðjum skítverkum en konan var nálægt og það leit út eins og hún hefði líka verið að gera sínar þarfir þarna,“ segir Þorsteinn. „Það fauk svolítið í mig því þetta hefur náttúrulega verið í umræðunni. Sérstaklega vegna þess að þau voru á svokallaðri camper-bifreið, sem þau höfðu lagt þarna á horni Skothúsvegar og Fjólugötu og ætluðu að gista þar,“ segir Þorsteinn. Af framburði fólksins að dæma telur Þorsteinn líklegast að um Frakka hafi verið að ræða þó að hann geti ekki fullyrt um það. Þorsteinn er sjálfur búsettur í miðbænum, skammt frá Hallargarðinum, og hann segir atvikið ekki einsdæmi. Hann hefur reglulega tekið eftir camper-bifreiðum sem ferðamenn hafa lagt í grennd við Hljómskálagarðinn og hyggjast gista í. Bifreiðarnar eru ekki búnar salernum og hafa ferðamenn því þurft að gera þarfir sínar annars staðar. „Þegar ég predikaði yfir þeim urðu þau svolítið skelkuð og afsökuðu sig með því að það væru engin klósett hérna í kring og þau hefðu þess vegna þurft að gera þarfir sínar í garðinum.“ Þorsteinn segir ljóst að eitthvað verði að gera í þessum málum, bæði hvað varðar bifreiðarnar, sem ferðamennirnir leggja í miðbænum, og salernisaðstöðu í borginni.Sjá einnig: Ferðamenn halda til á bílastæði í LaugardalMikil aukning í hópi erlendra ferðamanna á camper-bílum Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki heyrt af þessu tiltekna máli um helgina. „Ég er bara að heyra þetta fyrst núna,“ segir Sigurbjörn. „Þeir eru nú samt að sofa mikið þarna í Tjarnargötunni, ferðamennirnir, og við höfum beðið íbúana að hafa samband við okkur ef þeir sjá svona bíla þar. Þeir hafa líka verið mikið úti í Gróttu á Seltjarnarnesi.“ Hann segir að þessum bílum eigi að leggja á tjaldstæðum og að allar tilkynningar um bílana utan tjaldstæðanna séu skoðaðar. Hann segir enn fremur að mikil aukning hafi orðið í hópi ferðamanna sem kjósa bílana sem fararmáta á höfuðborgarsvæðinu.Salernisvenjur ferðamanna viðvarandi vandamál Umfjöllun um ferðamenn sem gera þarfir sínar undir beru lofti og utan salerna hefur farið hátt síðustu vikur og mánuði, sérstaklega atvik á fjölsóttum ferðamannastöðum úti á landi. Á Þingvöllum hefur vandinn verið mjög áberandi, þrátt fyrir að salernum hafi verið bætt við. „Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í samtali við Fréttablaðið í lok júní. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta.” Aðspurður hvort lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sjái ástæðu til að beita sér sérstaklega gegn óþrifnaði af þessu tagi í borginni segir Sigurbjörn það ekki hafa komið til tals. „Nei, við höfum ekki verið að fylgjast sérstaklega með því hvar fólkið kúkar.“Færslu Þorsteins má lesa í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum Vegagerðin vinnur að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum á landinu. Stjórnstöð ferðamála telur það forgangsmál að bæta aðgengi að salernum á landsbyggðinni. 14. júní 2017 08:15 Hindra ekki fólk í að hægja sér Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum. 24. júní 2017 07:00 Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Búðareigandi á svæðinu hefur áhyggjur af stöðu mála. Ferðamennirnir nýta sér ekki tjaldsvæði í næstu götu. 9. apríl 2017 14:30 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum Vegagerðin vinnur að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum á landinu. Stjórnstöð ferðamála telur það forgangsmál að bæta aðgengi að salernum á landsbyggðinni. 14. júní 2017 08:15
Hindra ekki fólk í að hægja sér Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum. 24. júní 2017 07:00
Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Búðareigandi á svæðinu hefur áhyggjur af stöðu mála. Ferðamennirnir nýta sér ekki tjaldsvæði í næstu götu. 9. apríl 2017 14:30