Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:55 Lambið sem ferðamennrnir aflífuðu var um 10 til 12 kíló að sögn bónda sem kom á vettvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Pjetur Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira