Formaður Framsýnar spáir hörðum átökum á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 13:49 Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira