Tekjur Íslendinga: Breikkandi bil á milli forstjóra og þeirra lægst launuðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2017 11:28 Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón. Tekjur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón.
Tekjur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira