Píratinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun