Utanríkisráðherra óttast ekki yfirburði Breta gangi þeir í EFTA Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira