Krónukaupendur gætu hagnast um milljarða með gjaldeyriskaupum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:15 Seðlabanki Íslands. Vísir//GVA Þeir sem komu með gjaldeyri inn í landið og fengu krónur með miklum afslætti í fyrstu aðgerðum stjórnvalda til losunar gjaldeyrishafta fyrir fimm árum, geta nú hagnast um tugi milljarða með því að losa um fjárfestingar sínar hér á landi og kaupa gjaldeyri í staðinn. Í þrjú ár frá febrúar 2012 til febrúar 2015 bauðst eigendum erlends gjaldeyris í útlöndum, með milligöngu seðlabankans, afsláttur í kaupum á krónum í eigu útlendinga hér á landi. Þetta var hugsað sem skref í losun gjaldeyrishafta og leið til að laða erlent fjármagn til landsins. Þurftu þeir sem fóru þessa leið að binda fé sitt hér á landi í að minnsta kosti fimm ár. Nú eru fimm ár liðin og þeir sem tóku þátt í fyrstu krónuútboðunum geta því farið til baka til útlanda með fjármuni sína. Með lögum um gjaldeyrishöft eftir hrunið 2008 voru miklar hömlur settar á gjaldeyriskaup á Íslandi en á sama tíma voru erlendir aðilar lokaðir inni með miklar krónueignir, snjóhengjuna svokölluðu, sem ógnuðu stöðu efnahagsmála ef þeim yrði hleypt úr landi. Mikill skortur var á gjaldeyri í landinu en í mars 2011 birti Seðlabanki Íslands skýrslu með áætlun um losun gjaldeyrishafta, sem meðal annars gekk út á að freista eigenda gjaldeyris í útlöndum með allt að 20 prósent afslætti á krónum til að koma með gjaldeyri til landsins.Stór hluti fjárins bundinnífyrirtækjumSteingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir menn ekki mega gleyma að þetta hafi verið hluti af stærri mynd um losun hafta og að tryggja efnahagslegan stöðugleika eftir hrun. „Það verður allt að skoða og meta í ljósi aðstæðna eins og þær voru og minnug þess hvert verkefnið var. Það væri ekki sanngjarnt að setjast niður núna þegar svona margt hefur lagst með okkur og margt hefur gengið svona vel og gefa sér að það hafi verið sjálfgefið frá byrjun. Þannig var það auðvitað ekki,“ segir Steingrímur.Stærstu hlutar fjármunanna hafa farið í skuldabréfakaup, eða 47 prósent, annars vegar og 40 prósent í kaup á hlutabréfum hins vegar.Stöð 2Í Markaði Fréttablaðsins í dag kemur fram að 1.100 milljónir evra hafi komið inn í landið með fjárfestingarleiðinni. Fjörutíu og sjö prósent þessara fjármuna hafi farið í skuldabréfakaup, 40 prósent í kaup á hlutabréfum, það er að segja kaup í eða á fyrirtækjum, 12 prósent hafi farið til fasteignakaupa og eitt prósent hafi farið í verðbréfasjóði. Ljóst er að margir fjármálamenn og fyrirtæki sem áttu peninga í útlöndum geta nú hagnast um stórar fjárhæðir ef þeir losa um fjárfestingar sínar eftir fyrsta krónuútboðið á fyrri hluta ársins 2012 og skipta krónum aftur yfir í gjaldeyri. Markaðurinn segir að gengishagnaðurinn einn og sér, vegna styrkingar krónunnar, nemi um 20 milljörðum. Þá eigi eftir að telja þann hagnað sem fjárfestingarnar hafi hugsanlega skilað að auki. Steingrímur segir eftir á að hyggja hefði eflaust mátt setja ríkari skorður á þetta fé eins og lengri binditíma. En það séu tvær hliðar á málinu. „Aðrir eru á sama tíma að fara með gjaldeyri út úr landinu í uppboðum og sæta þar miklum afarkjörum. Þurfa að mæta með heilan haug af krónum til að fá hverja evru eða dollar. Þannig að það var hin hliðin á þessari mynd. Á sama tíma og þessi erlendi gjaldeyrir er að koma inn í landið sem auðvitað kom sér vel. Þegar við erum að byrja að byggja upp forðann eru aðrir að yfirgefa hagkerfið og sæta við það miklum afarkjörum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sem var fjármálaráðherra til ársins 2012. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Þeir sem komu með gjaldeyri inn í landið og fengu krónur með miklum afslætti í fyrstu aðgerðum stjórnvalda til losunar gjaldeyrishafta fyrir fimm árum, geta nú hagnast um tugi milljarða með því að losa um fjárfestingar sínar hér á landi og kaupa gjaldeyri í staðinn. Í þrjú ár frá febrúar 2012 til febrúar 2015 bauðst eigendum erlends gjaldeyris í útlöndum, með milligöngu seðlabankans, afsláttur í kaupum á krónum í eigu útlendinga hér á landi. Þetta var hugsað sem skref í losun gjaldeyrishafta og leið til að laða erlent fjármagn til landsins. Þurftu þeir sem fóru þessa leið að binda fé sitt hér á landi í að minnsta kosti fimm ár. Nú eru fimm ár liðin og þeir sem tóku þátt í fyrstu krónuútboðunum geta því farið til baka til útlanda með fjármuni sína. Með lögum um gjaldeyrishöft eftir hrunið 2008 voru miklar hömlur settar á gjaldeyriskaup á Íslandi en á sama tíma voru erlendir aðilar lokaðir inni með miklar krónueignir, snjóhengjuna svokölluðu, sem ógnuðu stöðu efnahagsmála ef þeim yrði hleypt úr landi. Mikill skortur var á gjaldeyri í landinu en í mars 2011 birti Seðlabanki Íslands skýrslu með áætlun um losun gjaldeyrishafta, sem meðal annars gekk út á að freista eigenda gjaldeyris í útlöndum með allt að 20 prósent afslætti á krónum til að koma með gjaldeyri til landsins.Stór hluti fjárins bundinnífyrirtækjumSteingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir menn ekki mega gleyma að þetta hafi verið hluti af stærri mynd um losun hafta og að tryggja efnahagslegan stöðugleika eftir hrun. „Það verður allt að skoða og meta í ljósi aðstæðna eins og þær voru og minnug þess hvert verkefnið var. Það væri ekki sanngjarnt að setjast niður núna þegar svona margt hefur lagst með okkur og margt hefur gengið svona vel og gefa sér að það hafi verið sjálfgefið frá byrjun. Þannig var það auðvitað ekki,“ segir Steingrímur.Stærstu hlutar fjármunanna hafa farið í skuldabréfakaup, eða 47 prósent, annars vegar og 40 prósent í kaup á hlutabréfum hins vegar.Stöð 2Í Markaði Fréttablaðsins í dag kemur fram að 1.100 milljónir evra hafi komið inn í landið með fjárfestingarleiðinni. Fjörutíu og sjö prósent þessara fjármuna hafi farið í skuldabréfakaup, 40 prósent í kaup á hlutabréfum, það er að segja kaup í eða á fyrirtækjum, 12 prósent hafi farið til fasteignakaupa og eitt prósent hafi farið í verðbréfasjóði. Ljóst er að margir fjármálamenn og fyrirtæki sem áttu peninga í útlöndum geta nú hagnast um stórar fjárhæðir ef þeir losa um fjárfestingar sínar eftir fyrsta krónuútboðið á fyrri hluta ársins 2012 og skipta krónum aftur yfir í gjaldeyri. Markaðurinn segir að gengishagnaðurinn einn og sér, vegna styrkingar krónunnar, nemi um 20 milljörðum. Þá eigi eftir að telja þann hagnað sem fjárfestingarnar hafi hugsanlega skilað að auki. Steingrímur segir eftir á að hyggja hefði eflaust mátt setja ríkari skorður á þetta fé eins og lengri binditíma. En það séu tvær hliðar á málinu. „Aðrir eru á sama tíma að fara með gjaldeyri út úr landinu í uppboðum og sæta þar miklum afarkjörum. Þurfa að mæta með heilan haug af krónum til að fá hverja evru eða dollar. Þannig að það var hin hliðin á þessari mynd. Á sama tíma og þessi erlendi gjaldeyrir er að koma inn í landið sem auðvitað kom sér vel. Þegar við erum að byrja að byggja upp forðann eru aðrir að yfirgefa hagkerfið og sæta við það miklum afarkjörum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sem var fjármálaráðherra til ársins 2012.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira