Freyr: Finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta 18. júlí 2017 22:00 Freyr ásamt leikmönnum þakkar fyrir stuðninginn að leikslokum. Vísir/Getty „Fyrst og fremst er ég ótrúlega stoltur, bæði af stelpunum mínum og teyminu hvernig leikurinn var lagður upp og spilaðist svo. Það er efst í huga en það eru aðrar tilfinningar gagnvart dómgæslunni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, blaðamann Vísis í Hollandi, eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld. „Ef þú ætlar að dæma víti á svona hluti þá skaltu gjöra svo vel að dæma tuttugu víti í leik. Það er ömurlegt þegar dómarar taka svona stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á úrslit leiksins og ég finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta.“ Freyr hrósaði baráttuandanum. „Við settum okkur það sem markmið að skilja allt eftir út á vellinum og gera fólkið heima stolt og það gerðum við fannst mér. Frammistaðan í varnarleiknum var nánast gallalaus og sóknarlega fengum við þessi nokkru færi sem við ætluðum að fá sem er auðvitað svekkjandi að nýta ekki betur.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Ísland. „Við vissum að stig yrði frábær uppskera gegn þessu frábæra liði en við lokuðum vel á þær. Við leyfðum þeim að taka langskot þar sem við erum með frábæran markmann, tölfræðilega er það að vinna með okkur. Eina sem ég get sett út á varnarlega er að við hefðum mátt pressa oft betur ofar á vellinum,“ sagði Freyr og bætti við: „Sóknarleikurinn gat verið betri og mun vera betri gegn Sviss á laugardaginn.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég ótrúlega stoltur, bæði af stelpunum mínum og teyminu hvernig leikurinn var lagður upp og spilaðist svo. Það er efst í huga en það eru aðrar tilfinningar gagnvart dómgæslunni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, blaðamann Vísis í Hollandi, eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld. „Ef þú ætlar að dæma víti á svona hluti þá skaltu gjöra svo vel að dæma tuttugu víti í leik. Það er ömurlegt þegar dómarar taka svona stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á úrslit leiksins og ég finn til með leikmönnunum sem lögðu allt í þetta.“ Freyr hrósaði baráttuandanum. „Við settum okkur það sem markmið að skilja allt eftir út á vellinum og gera fólkið heima stolt og það gerðum við fannst mér. Frammistaðan í varnarleiknum var nánast gallalaus og sóknarlega fengum við þessi nokkru færi sem við ætluðum að fá sem er auðvitað svekkjandi að nýta ekki betur.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Ísland. „Við vissum að stig yrði frábær uppskera gegn þessu frábæra liði en við lokuðum vel á þær. Við leyfðum þeim að taka langskot þar sem við erum með frábæran markmann, tölfræðilega er það að vinna með okkur. Eina sem ég get sett út á varnarlega er að við hefðum mátt pressa oft betur ofar á vellinum,“ sagði Freyr og bætti við: „Sóknarleikurinn gat verið betri og mun vera betri gegn Sviss á laugardaginn.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45