Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2017 21:45 „Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
„Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45