Emmsjé Gauti tók húh-ið og hékk með Bjarna Ben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2017 06:00 Íslensku stuðningsmennirnir voru ánægðir með Glowie á torginu í miðbæ Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm „Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
„Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira