Svandís segir ótækt að uppreist æru sé afgreidd á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2017 20:08 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekki eðlilegt að endurheimt lögmannsréttinda sé beintengd uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um lögin um uppreist æru í dag og er einhugur í nefndinni um að skoða þurfi þau lög nánar. Svandís Svavarsdóttir átti frumkvæði að aukafundi í nefndinni í dag vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið að undanförnu á að Róbert Downing skuli hafa fengið uppreist æru og þar með endurheimt lögmannsréttindi sín. En hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa blekkt, tælt og misnotað þrjár ungar stúlkur kynferðislega. Í dómi Hæstaréttar var Róbert ekki dæmdur vegna brota í starfi og því kom Lögmannafélagið aldrei að mati á því hvort hann skyldi endurheimta lögmannsréttindi sín. „Við sjáum líka á þessum fundi að það er greinilegt að það hefur skapast sú hefð í dómsmálaráðneytinu að afgreiða þessi mál með afar vélrænum hætti. Það er að segja að það dugi að uppfylla formleg skilyrði. Þar með fáist uppreist æra á færibandi. Það er ekki boðleg staða í réttarríki að svo sé,“ segir Svandís. Nefndin komi aftur saman í ágúst til að fjalla um málið enda bíði hún gagna sem óskað hafi verið eftir, meðal annars um þau meðmæli sem Róberti voru gefin. „En það er ekki hvað síst mikilvægt þegar um er að ræða lögmann sem í raun og veru hefur þá stöðu að vera talsmaður laga og réttar frammi fyrir almenningi. Tryggja það að lögin séu framkvæmd með réttum og eðlilegum hætti. Þar sérstaklega þurfi að horfa til þess hver brotasagan er,“ segir Svandís. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir samstöðu í nefndinni um að skoða þessi mál betur. Hvort bæta megi lagaumhverfið varðandi þessi mál. Hann sé þeirrar skoðunar að fólk eigi að hafa möguleika á endurkomu í samfélagið en alvarleiki brota skipti máli í þeim efnum.Kemur til greina til dæmis að afnema þau lög að forseti Íslands þurfi að koma að svona málum?„Við þurfum þá væntanlega að breyta stjórnarskránni. Ég held að það sé full ástæða til að fara yfir stjórnarskrána varðandi forsetavaldið og ábyrgð forsetans. Því ég held að það sé í engu samræmi við veruleikann.“Þannig að þú styður alla vega að þeim hluta í stjórnarskránni verði breytt?„Já, ég geri það og hef alltaf gert,“ segir Brynjar Níelsson. Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekki eðlilegt að endurheimt lögmannsréttinda sé beintengd uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um lögin um uppreist æru í dag og er einhugur í nefndinni um að skoða þurfi þau lög nánar. Svandís Svavarsdóttir átti frumkvæði að aukafundi í nefndinni í dag vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið að undanförnu á að Róbert Downing skuli hafa fengið uppreist æru og þar með endurheimt lögmannsréttindi sín. En hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa blekkt, tælt og misnotað þrjár ungar stúlkur kynferðislega. Í dómi Hæstaréttar var Róbert ekki dæmdur vegna brota í starfi og því kom Lögmannafélagið aldrei að mati á því hvort hann skyldi endurheimta lögmannsréttindi sín. „Við sjáum líka á þessum fundi að það er greinilegt að það hefur skapast sú hefð í dómsmálaráðneytinu að afgreiða þessi mál með afar vélrænum hætti. Það er að segja að það dugi að uppfylla formleg skilyrði. Þar með fáist uppreist æra á færibandi. Það er ekki boðleg staða í réttarríki að svo sé,“ segir Svandís. Nefndin komi aftur saman í ágúst til að fjalla um málið enda bíði hún gagna sem óskað hafi verið eftir, meðal annars um þau meðmæli sem Róberti voru gefin. „En það er ekki hvað síst mikilvægt þegar um er að ræða lögmann sem í raun og veru hefur þá stöðu að vera talsmaður laga og réttar frammi fyrir almenningi. Tryggja það að lögin séu framkvæmd með réttum og eðlilegum hætti. Þar sérstaklega þurfi að horfa til þess hver brotasagan er,“ segir Svandís. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir samstöðu í nefndinni um að skoða þessi mál betur. Hvort bæta megi lagaumhverfið varðandi þessi mál. Hann sé þeirrar skoðunar að fólk eigi að hafa möguleika á endurkomu í samfélagið en alvarleiki brota skipti máli í þeim efnum.Kemur til greina til dæmis að afnema þau lög að forseti Íslands þurfi að koma að svona málum?„Við þurfum þá væntanlega að breyta stjórnarskránni. Ég held að það sé full ástæða til að fara yfir stjórnarskrána varðandi forsetavaldið og ábyrgð forsetans. Því ég held að það sé í engu samræmi við veruleikann.“Þannig að þú styður alla vega að þeim hluta í stjórnarskránni verði breytt?„Já, ég geri það og hef alltaf gert,“ segir Brynjar Níelsson.
Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00
Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00
„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00