Innlent

Hlustar á börn lesa

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Atli Katrínarson les fyrir Spóa.
Atli Katrínarson les fyrir Spóa. vísir/egill
Í dag er Dagur íslenska fjárhundsins. Skipuleg ræktun íslenska hundsins hófst um 1960 en þá var hann kominn í útrýmingarhættu vegna blöndunar við önnur kyn. Í dag er hundurinn vinsæll sveitahundur en líka fjölskylduhundur.

Jórunn Sörensen fékk sinn fyrsta íslenska hund 1970 og á í dag hundinn Spóa.

„Við erum búin að eiga aðra hunda í millitíðinni en það lúrði alltaf í mér að fá íslenskan hund. Hann er einstakur félagi. Svo vinalegur og glaður, og þægilegur félagi," segir hún.

Jórunn og Spói hafa síðasta árið verið sjálfboðaliðar í verkefninu Lesið fyrir hund. Þau fara í grunnskóla einu sinni í viku og veita börnum mikla hvatningu við lesturinn.

„Og hann hittir sömu börnin, viku eftir viku, sem eru mjög glöð að hitta vin sinn og lesa fyrir hann og eru ægilega hamingjusöm með það.“

Jórunn og Spói taka daginn í dag mjög hátíðlega.

„Þetta er náttúrulega hundurinn sem kom með öðrum bústofni til landsins þegar fólk fluttist hingað og hefur orðið okkar þjóðarhundur, okkar þjóðargersemi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×