Sheeran hafði áður, fyrir um mánuði síðan, sagt að hann hygðist kveðja Twitter. Hann dró þau orð til baka stuttu síðar og sagðist einungis vera hættur að lesa athugasemdirnar þar.
Sheeran birtist í fyrsta þætti sjöundu seríu Game of Thrones síðastliðinn sunnudag í gestahlutverki í atriði með leikkonunni Maisie Williams í hlutverki Aryu Stark.
David Benioff, einn framleiðanda þáttannna hafði áður útskýrt að þau hafi lengi viljað fá Sheeran í gestahlutverk til að koma Maisie Williams á óvart, en hún er mikill aðdáandi hans.
Hlutverk Sheeran í þættinum á sunnudaginn hefur hins vegar hlotið nokkra gagnrýni. Aðal gagnrýnin snýr að því að Sheeran þykir hafa verið of áberandi, þegar aðrir tónlistarmenn hafi komið fram í þættinum hafi verið erfiðara að koma auga á þá.
Arya: "That's a pretty song."
— Zach Goins (@zach_goins) July 17, 2017
Ed Sheeran: "It's a new one... off my brand new album, 'Divide,' in stores now!!!!"#GameOfThrones pic.twitter.com/nsAumXug7K
If Arya doesn't burn Ed Sheeran he'll come back as a white walker and be playing Westeros Glastonbury for thousands of years. #GoTS7
— Zack Jones (@ZackJ0nes) July 17, 2017
#GameOfThones writing room:
— Kyle Ethan (@kesnyder42) July 17, 2017
"Ok we're beyond the books, we have creative control"
"Concept: Ed Sheeran camping in the woods singing a song"
Hér fyrir neðan má sjá atriðið þar sem Sheeran bregður fyrir í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Ef þú hefur ekki séð þáttinn, ætlar þér að sjá hann og vilt ekki vita neitt þá er best að horfa ekki á myndbandið.