Erlent

Norðmenn bíða líka eftir sumrinu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Veðrið hefur verið sérstaklega slæmt í Bergen.
Veðrið hefur verið sérstaklega slæmt í Bergen. Vísir/Eyþór
Ísland er ekki eina landið leitar að sumrinu því á vestanverðu Noregi hefur ekki verið jafn kalt í júlí síðan árið 1998. Það sem af er júlí hefur rignt heilmikið en júní mánuður var ekkert skárri og sló regnmet frá árinu 1952. Aðeins einu sinni í þessum mánuði hefur hitinn náð 20 gráðum líkt og um venjulegan sumardag í Noregi hafi verið að ræða.

„Það hefur verið kaldara en vanalega. Meðalhitastig hefur verið einni gráðu undir 13,3 gráðum,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í viðtali við NRK.

Norðmenn halda í vonina að veðrið skáni í vikunni en spáð er batnandi veðri á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×