Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti koma fram á La Mercé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 14:00 Reykjavíkurdætur koma fram á La Mercé í haust en hér eru þær á Hróarskeldu í fyrra. tom mckenzie Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira