Fótbolti

Fengu táfýlusprey til að bregðast við ástandinu á leikmannaganginum

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) á æfingu landsliðsins í Ermelo ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.
Anna Björk Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) á æfingu landsliðsins í Ermelo ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Vísir/Tom
„Anna Björk er náttúrulega með hrikalega táfýlu en við erum búin að fá táfýlusprey,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Dagný brást vel við beiðni íþróttadeildar að rölta með þeim um leikmannaganginn á hóteli stelpnanna í Ermelo í Hollandi. Stelpurnar eru tvær og tvær í herbergi og Dagný kynnti leikmennina fyrir landi og þjóð og velti fyrir sér hvað væri í gangi í hverju herbergi fyrir sig.

Í ljós kom að meðal vandamála á gangi íslenska liðsins er megn táfýla og bar þar nafn Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur, miðvarðar landsliðsins, á góma. Þá þykir lyktin úr markmannshönskum Guðbjargar, Sonnýjar og Söndru ekki mikið betri.

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×