Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 14:00 Freyr og Davíð Snorri eru ekki í knattspyrnuskólanum lengur. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05