Dramatík í Breiðholti og í Laugardal | Fimm leikjum lokið í Inkasso deildinni Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:00 Fylkismenn halda toppsætinu visir/andri marinó Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net
Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira