Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 19:15 Dagný Brynjarsdóttir. vísir/böddi tg Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira