Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 13:15 Dagný Brynjarsdóttir á æfingu í dag. vísir/tom Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30
Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27
Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00
Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00