Velta eykst í ferðaþjónustu en minnkar í sjávarútvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:53 Umsvif einkennandi greina ferðaþjónustu hafa aukist undanfarin ár sem skýra það að veltan eykst milli ára. Vísir/Eyþór Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23