Tilvísanir í barokkheiminn undirliggjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 11:45 Það er sitthvað fram undan hjá Maríu Huld, staðartónskáldinu í Skálholti, fyrir utan að fylgjast með flutningi eigin tónsmíða þar. Vísir/Anton Brink Ég sem frekar aðgengilega tónlist, að fólk segir, og fyrir mér eru þetta allt bara lög,“ segir María Huld Markan tónskáld glaðlega þegar hún er spurð hvort tónlist hennar sé flókin og framandi fyrir áheyrendur. Hún er staðartónskáld í Skálholti og um síðustu helgi frumflutti Hljómeyki tvö lög eftir hana þar, auk þess sem dagskrá sem hefst í Skálholtskirkju klukkan 14 á morgun er öll úr hennar smiðju. Áður en María lýsir efnisskránni verður hún að skipta um síma því hljómurinn í heimasímanum er daufur. „Ég erfði símann eftir Ingrid Markan, langömmu mína, og fjögurra stafa númerið hennar er enn í númerakassanum framan á honum. Maður þarf að borga sérstaklega fyrir að vera með svona forngrip í notkun,“ segir hún stolt þegar við hefjum spjallið aftur, hún í gemsanum. „Á portretttónleikunum á morgun verða spiluð þau verk sem kammerhópurinn Nordic Affect hefur pantað eftir mig og spilað í gegnum tíðina,“ segir María. „Hópurinn leikur á barokkhljóðfæri og ég hef reynt að hafa blæ þeirra og tækni í huga þegar ég sem, þannig að tilvísanir í barokkheiminn eru alltaf undirliggjandi. Fyrsta verkið er frá 2010 og það síðasta var frumflutt í vor. Hin fjögur hafa aldrei verið spiluð áður á sömu tónleikum. Fyrstu þrjú þeirra voru eins konar þrílógía. Það fyrsta heitir Sleeping Pendulum, annað Clockworking og það þriðja Spirals. Þau voru samin út frá hugleiðingum um tímann og mismunandi víddum hans. Það fer vel á því að flytja þau saman.“ Íslandsfrumflutningur verður á einu verki Maríu, Loom heitir það, samið fyrir Nordic Affect og frumflutt í Los Angeles á Reykjavík festival í apríl síðastliðnum. „Loom var búið til í samvinnu við vídeólistakonuna Doddu Maggý. Vídeóið verður ekki með núna vegna sumarbirtunnar en tónverkið var samið þannig að hægt er að flytja það án þess.“ Allra nýjasta verkið hennar Maríu er með allt öðru sniði en hin, að hennar sögn. Það er fyrir raddir og bjöllur og samið fyrir Nordic Affect vegna tónleikanna í Skálholtskirkju. „Kirkjan er stór og ílöng og verkið er algerlega hugsað fyrir rýmið og tilefnið. Við ætlum að dreifa okkur dálítið en eigum eftir að finna út hvar best er að vera, það er allt opið ennþá.“ Hvað skyldi svo vera fram undan hjá tónlistarkonunni? „Ég er að sigla inn í frí og ætla að ferðast með fjölskyldu minni um Ísland. Fara hringinn eins og allir gerðu á áttunda áratugnum sem áttu bíla. Lengst stoppum við austur á Fljótsdalshéraði. Við erum með hús á Hallormsstað og ætlum að fara þaðan í skreppitúra niður á firði og njóta útsýnis og menningar þar eystra.“ María Huld kveðst taka að minnsta kosti þrjár vikur í sumarfrí en halda svo áfram að stússast í tónlistinni. „Hljómsveitin mín, Amiina, er að undirbúa endurútgáfu á fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út fyrir tíu árum. Platan heitir Kurr og hefur verið ófáanleg í talsverðan tíma. Nú kemur hún út á vínyl. Síðan verð ég viðstödd upptökur á tveimur af tónverkunum mínum í Bandaríkjunum í september og í haust höldum við í Amiinu áfram að ferðast um heiminn og kynna nýjustu plötuna okkar, Fantomas. Spilum hér og þar í haust. Svo það er sitt lítið af hverju á döfinni.“ Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég sem frekar aðgengilega tónlist, að fólk segir, og fyrir mér eru þetta allt bara lög,“ segir María Huld Markan tónskáld glaðlega þegar hún er spurð hvort tónlist hennar sé flókin og framandi fyrir áheyrendur. Hún er staðartónskáld í Skálholti og um síðustu helgi frumflutti Hljómeyki tvö lög eftir hana þar, auk þess sem dagskrá sem hefst í Skálholtskirkju klukkan 14 á morgun er öll úr hennar smiðju. Áður en María lýsir efnisskránni verður hún að skipta um síma því hljómurinn í heimasímanum er daufur. „Ég erfði símann eftir Ingrid Markan, langömmu mína, og fjögurra stafa númerið hennar er enn í númerakassanum framan á honum. Maður þarf að borga sérstaklega fyrir að vera með svona forngrip í notkun,“ segir hún stolt þegar við hefjum spjallið aftur, hún í gemsanum. „Á portretttónleikunum á morgun verða spiluð þau verk sem kammerhópurinn Nordic Affect hefur pantað eftir mig og spilað í gegnum tíðina,“ segir María. „Hópurinn leikur á barokkhljóðfæri og ég hef reynt að hafa blæ þeirra og tækni í huga þegar ég sem, þannig að tilvísanir í barokkheiminn eru alltaf undirliggjandi. Fyrsta verkið er frá 2010 og það síðasta var frumflutt í vor. Hin fjögur hafa aldrei verið spiluð áður á sömu tónleikum. Fyrstu þrjú þeirra voru eins konar þrílógía. Það fyrsta heitir Sleeping Pendulum, annað Clockworking og það þriðja Spirals. Þau voru samin út frá hugleiðingum um tímann og mismunandi víddum hans. Það fer vel á því að flytja þau saman.“ Íslandsfrumflutningur verður á einu verki Maríu, Loom heitir það, samið fyrir Nordic Affect og frumflutt í Los Angeles á Reykjavík festival í apríl síðastliðnum. „Loom var búið til í samvinnu við vídeólistakonuna Doddu Maggý. Vídeóið verður ekki með núna vegna sumarbirtunnar en tónverkið var samið þannig að hægt er að flytja það án þess.“ Allra nýjasta verkið hennar Maríu er með allt öðru sniði en hin, að hennar sögn. Það er fyrir raddir og bjöllur og samið fyrir Nordic Affect vegna tónleikanna í Skálholtskirkju. „Kirkjan er stór og ílöng og verkið er algerlega hugsað fyrir rýmið og tilefnið. Við ætlum að dreifa okkur dálítið en eigum eftir að finna út hvar best er að vera, það er allt opið ennþá.“ Hvað skyldi svo vera fram undan hjá tónlistarkonunni? „Ég er að sigla inn í frí og ætla að ferðast með fjölskyldu minni um Ísland. Fara hringinn eins og allir gerðu á áttunda áratugnum sem áttu bíla. Lengst stoppum við austur á Fljótsdalshéraði. Við erum með hús á Hallormsstað og ætlum að fara þaðan í skreppitúra niður á firði og njóta útsýnis og menningar þar eystra.“ María Huld kveðst taka að minnsta kosti þrjár vikur í sumarfrí en halda svo áfram að stússast í tónlistinni. „Hljómsveitin mín, Amiina, er að undirbúa endurútgáfu á fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út fyrir tíu árum. Platan heitir Kurr og hefur verið ófáanleg í talsverðan tíma. Nú kemur hún út á vínyl. Síðan verð ég viðstödd upptökur á tveimur af tónverkunum mínum í Bandaríkjunum í september og í haust höldum við í Amiinu áfram að ferðast um heiminn og kynna nýjustu plötuna okkar, Fantomas. Spilum hér og þar í haust. Svo það er sitt lítið af hverju á döfinni.“
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira