Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 22:49 Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00