Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 11:00 Íslensku strákarnir fagna hér marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi á EM í fyrra. Vísir/Getty Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00
Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28
Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56