Litlar kaldhæðnar melódíur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 09:45 Það er ágætt að leiðsegja en skemmtilegra að semja, segir tónskáldið Atli. Vísir/Pjetur „Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira