Elísabet II í öllu betra skapi við komu Spánarkonungs en Elísabet I við innrás Spánverja Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 20:30 Spánarkonungur kyssir hér hönd Bretadrottningar við heimsóknina í dag. vísir/getty Það var mikið um konunglegar dýrðir í Lundúnum í dag þegar spænsku konungshjónin komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet önnur var öllu hýrari á brá en nafna hennar Elísabet fyrsta var fyrir tæplega 430 árum þegar Spánverjar stefndu risaflota norður í höf til að gera innrás í England. Samskipti Spánverja og Breta eru með mun skárra móti nú en þegar Hinrik VII sleit hjónabandi sínu við Katrínu af Aragon, dóttur Isabellu I og drottningar Spánar og Ferdinand II af Aragon, árið 1531 í andstöðu við Clement VII páfa sem leiddi síðar til stofnunar Ensku biskupakirkjunnar. Ekki skánaði samband ríkjanna þegar Spánverjar sendu 130 skipa flota til að gera innrás í England í ágúst 1588 í tíð Elísabetar I dóttur Hinriks VIII, þar sem Englendingar höfðu sigur. Ári síðar sendi Elísabet síðan flota til Spánar í hefndarskyni sem beið þar mikinn ósigur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það var öllu til flaggað í Lundúnum í dag þegar Felipe VI konungur Spánar og Letizia drottning komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet II og Filip prins voru í sólskinsskapi þar sem þau tóku á móti spænsku konungshjónunum ásamt Karli Bretaprins og Kamillu eiginkonu hans. Í þetta skipti ógnaði lífvörður Englandsdrottningar ekki Spánarkonungi heldur stóð heiðursvörð fyrir hina tignu gesti. Að lokinni athöfn var riðið af stað í viðhafnarvögnum frá miðborg Lundúna; Elísabet drottning og Felipe konungur saman í vagni og Filip prins og Letizia drottning á hæla þeirra. Ekki skorti á að óbreyttur almúginn hefði gaman af öllu saman þegar hátignirnar riðu hjá í átt að Buckingham höll og veifuðu til lýðsins. Þegar í höllina var komið bauð hin vinsæla og virðulega Elísabet inn í kaffi og með því. Ekki er ólíklegt að staða nýlendunnar Gíbraltar á Spáni eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði rædd á bakvið tjöldin, en um þær viðræður fáum við sauðsvartur almúginn ekkert að vita. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Það var mikið um konunglegar dýrðir í Lundúnum í dag þegar spænsku konungshjónin komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet önnur var öllu hýrari á brá en nafna hennar Elísabet fyrsta var fyrir tæplega 430 árum þegar Spánverjar stefndu risaflota norður í höf til að gera innrás í England. Samskipti Spánverja og Breta eru með mun skárra móti nú en þegar Hinrik VII sleit hjónabandi sínu við Katrínu af Aragon, dóttur Isabellu I og drottningar Spánar og Ferdinand II af Aragon, árið 1531 í andstöðu við Clement VII páfa sem leiddi síðar til stofnunar Ensku biskupakirkjunnar. Ekki skánaði samband ríkjanna þegar Spánverjar sendu 130 skipa flota til að gera innrás í England í ágúst 1588 í tíð Elísabetar I dóttur Hinriks VIII, þar sem Englendingar höfðu sigur. Ári síðar sendi Elísabet síðan flota til Spánar í hefndarskyni sem beið þar mikinn ósigur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það var öllu til flaggað í Lundúnum í dag þegar Felipe VI konungur Spánar og Letizia drottning komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet II og Filip prins voru í sólskinsskapi þar sem þau tóku á móti spænsku konungshjónunum ásamt Karli Bretaprins og Kamillu eiginkonu hans. Í þetta skipti ógnaði lífvörður Englandsdrottningar ekki Spánarkonungi heldur stóð heiðursvörð fyrir hina tignu gesti. Að lokinni athöfn var riðið af stað í viðhafnarvögnum frá miðborg Lundúna; Elísabet drottning og Felipe konungur saman í vagni og Filip prins og Letizia drottning á hæla þeirra. Ekki skorti á að óbreyttur almúginn hefði gaman af öllu saman þegar hátignirnar riðu hjá í átt að Buckingham höll og veifuðu til lýðsins. Þegar í höllina var komið bauð hin vinsæla og virðulega Elísabet inn í kaffi og með því. Ekki er ólíklegt að staða nýlendunnar Gíbraltar á Spáni eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði rædd á bakvið tjöldin, en um þær viðræður fáum við sauðsvartur almúginn ekkert að vita.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira